Nýjast á Local Suðurnes

Tveggja ára barn féll úr stiga

Tveggja ára barn féll um tvo metra úr stiga í dag. Lögreglan á Suðurnesjum greindi frá þessu á Twitter fyrr í kvöld, en nú stendur yfir svokallað Twitter-maraþon nokurra lögregluumdæma.

Lögregla birti svo tilkynningu þess efnis nokkru síðar að góðar fréttir hafi borist af barninu sem virðist hafa sloppið ómeitt eftir fallið.