Nýjast á Local Suðurnes

Betri nýting og meira fé í hvatagreiðslur

Hafþór Birgisson, íþrótta- og tómstundafulltrúi Reykjanesbæjar mætti á fund íþrótta- og tómstundaráðs sveitarfélagsins á dögunum og fór yfir þróun hvatagreiðslna 2016 – 2021. Á fundinum kom fram að betri nýting er á kerfinu og eðli málsins samkvæmt fer meira fé til málaflokksins.

Hvatagreiðslur voru árið 2016 15.000 kr. og kostuðu sveitarfélagið 17.580.000 kr. Nýtingin var 48%.

Niðurstöðutölur fyrir árið 2021 voru 56,7% nýting, upphæðin sem greidd var á hvert barn var 40.000 kr. og kostnaður Reykjanesbæjar var 73.633.650 kr, segir í fundargerð.