Skólastjórnendur fá aukagreiðslu vegna vinnu við smitrakningu

Félag skólastjórnenda á Reykjanesi óskaði eftir því við Reykjanesbæ að sveitarfélagið samþykkti greiðslu til skólastjórnenda vegna vinnu við smitrakningu utan dagvinnutíma í Covid-faraldrinum. Heildargreiðslur vegna þeirrar vinnu er kr. 4.933.888, samkvæmt fundargerð bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkti á síðasta fundi sínum að leggja út fyrir þessum viðbótargreiðslum til skólastjórnenda við smitrakningu utan dagvinnutíma, en sækir jafnframt á ríkið að koma að þeim kostnaði.