Nýjast á Local Suðurnes

Reykjanesbær vill ekki Hafdísi Maríu

Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti á fundi sínum í gær að falla frá forkaupsrétti á krókaaflamarksbátnum Hafdísi Maríu GK 33, sem gerður er út frá Reykjanesbæ, með heimahöfn í Njarðvík.

Samkvæmt vef fiskistofu var báturinn smíðaður árið 1975 og er gerður út af Vorboða ehf. Þá hefur báturinn krókaaflamarksleyfi innan fiskveiðilögsögu og fékk úthlutað tæpum fjórum tonnum af viðbótaraflaheimildum í makríl á síðasta ári .