Nýjast á Local Suðurnes

Líkfundur við Fitjar

Lík fannst í fjörunni við Fitjar í Reykjanesbæ fyrr í dag. Þetta staðfestir lögreglan í samtali við fréttastofu RÚV, sem greinir frá.

Ekki er talið að neitt saknæmt hafi átt sér stað en málið er til rannsóknar.

Lögreglan vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað og sagðist ætla að senda út tilkynningu.