Nýjast á Local Suðurnes

Rauðu hættustigi lýst yfir á Keflavíkurflugvelli

Rauðu hættu­stigi var lýst yfir á Kefla­vík­ur­flug­velli á átt­unda tím­an­um í morg­un eftir að bilun kom upp í flugvél bandaríska flugfélagsins Delta.

Flug­vélin var að koma frá Minn­ea­pol­is í Banda­ríkj­un­um með um 190 farþega um borð.

Vél­in lenti heilu og höldnu up­p­úr klukk­an hálf átta og var kom­in í stæði kort­er yfir átta. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, seg­ir í samtali við mbl.is að hættu­stigið hafa verið aft­ur­kallað rétt rúm­lega átta í morg­un.