Rauðu hættustigi lýst yfir á Keflavíkurflugvelli

Rauðu hættustigi var lýst yfir á Keflavíkurflugvelli á áttunda tímanum í morgun eftir að bilun kom upp í flugvél bandaríska flugfélagsins Delta.
Flugvélin var að koma frá Minneapolis í Bandaríkjunum með um 190 farþega um borð.
Vélin lenti heilu og höldnu uppúr klukkan hálf átta og var komin í stæði korter yfir átta. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir í samtali við mbl.is að hættustigið hafa verið afturkallað rétt rúmlega átta í morgun.