Nýjast á Local Suðurnes

Um 40 athugasemdir bárust vegna deiliskipulagsbreytinga við Hafnargötu 12

Um 40 athugasemdir bárust vegna umdeildra fyrirhugaðra deiliskipulagsbreytinga við Hafnargötu 12 í Reykjanesbæ, en fyrirtækið Hrífufang ehf. hyggst byggja 77 íbúðir á þremur hæðum auk bílakjallara á lóðinni.

Þá bárust Reykjanesbæ tveir undirskriftalistar, þar sem um 500 manns skrifuðu undir mótmæli vegna fyrirhugaðra framkvæmda.

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar tók málið fyrst fyrir á fundi sínum í október á síðasta ári og veitti Hrífufangi heimild til að gera tillögu að breytingu á gildandi deiluskipulagi á sinn kostnað og leggja fyrir ráðið til frekari umfjöllunar. Ráðið lagðist þó gegn því að byggingar á lóðinni verði hærri en þrjár hæðir.