Nýjast á Local Suðurnes

Fimm erlendir leikmenn á förum frá Grindavík

All­ir fimm er­lendu leik­menn Grindavíkur í knattspyrnu munu yfirgefa liðið fyrir næsta tímabil. Um er að ræða þá Josip Zeba, Juan Mart­inez, Kairo Edw­ards John, Ken­an Turudija og Vla­dimir Dimitrovski.

Þá hef­ur hinn upp­al­di Hilm­ar Andrew McS­hane einnig yf­ir­gefið Grind­vík­inga og í gær var til­kynnt að Aron Jó­hanns­son væri kom­inn til Fram. Fé­lagið samdi á dög­un­um við þá Kristó­fer Kon­ráðsson og Ein­ar Karl Ingvars­son.

Helgi Sig­urðsson tók við Grinda­vík á dög­un­um. Liðið hafnaði í sjötta sæti 1. deild­ar­inn­ar á síðustu leiktíð.