Fimm erlendir leikmenn á förum frá Grindavík
Allir fimm erlendu leikmenn Grindavíkur í knattspyrnu munu yfirgefa liðið fyrir næsta tímabil. Um er að ræða þá Josip Zeba, Juan Martinez, Kairo Edwards John, Kenan Turudija og Vladimir Dimitrovski.
Þá hefur hinn uppaldi Hilmar Andrew McShane einnig yfirgefið Grindvíkinga og í gær var tilkynnt að Aron Jóhannsson væri kominn til Fram. Félagið samdi á dögunum við þá Kristófer Konráðsson og Einar Karl Ingvarsson.
Helgi Sigurðsson tók við Grindavík á dögunum. Liðið hafnaði í sjötta sæti 1. deildarinnar á síðustu leiktíð.