Nýjast á Local Suðurnes

Boltuðu Njarðvíkinga upp

Lagnaþjónusta Suðurnesja veitti yngri flokkum Knattspyrnudeildar Njarðvíkur myndarlegan styrk á dögunum, en fulltrúi fyrirtækisins kom færandi hendi og afhenti Barna og Unglingaráði Knattspyrnudeildarinnar glænýja bolta fyrir sumarið.

Þessi gjöf skilaði því að allir yngri flokkar félagsins fengu nýja bolta til umráða, segir í færslu félagsins á Facebook.

Í færslunni þakka Njarðvíkingar Lagnaþjónustunni kærlega fyrir frábæra gjöf.

Mynd: Kd. Njarðvíkur / Rúnar Helgason, eigandi Lagnaþjónustu Suðurnesja og Þórir Rafn Hauksson, yfirþjálfari yngri flokka.