Nýjast á Local Suðurnes

Bæjaryfirvöld vinna að því að finna lausnir í útburðarmáli

Friðjón Einarsson , formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar, segir að vinna sé hafin við að finna lausnir á máli sem snýr að útburði fjölskyldu úr húsnæði sínu, eftir að það var selt á einungis þrjár milljónir króna á nauðungarsölu.

Málið hefur verið mikið í fréttum síðasta tæpan sólarhring, en Friðjón tók það fram í viðtali við fréttastofu Bylgjunnar að hann hafi, líkt og flestir, frétt af málinu í kvöldfréttum RÚV í gær. Friðjón tók einnig fram að bæjaryfirvöld hafi ekki haft aðkomu að uppboðinu sjálfu.

Líkt og áður segir, segir Friðjón að vinna sé hafin við að finna lausnir á málum:

„Vonandi klárast eitthvað af því í dag. En þetta er mjög mikil tradegía fyrir fjölskylduna og segir líka dálítið mikið um samfélagið okkar, að svona geti gerst.’ Sagði Friðjón í hádegisfréttum Bylgjunnar.