Nýjast á Local Suðurnes

Heilsu- og forvarnavika – Ókeypis heilsufarsskoðun og frítt í sund

Vikuna 4. – 10. október verður Heilsu- og forvarnarvika í Reykjanesbæ. Þetta er í fjórtánda skiptið sem heilsu- og forvarnarvikan er haldin og alltaf fyrstu vikuna í október.

Markmiðið með vikunni er að draga úr þeim áhættuþáttum sem einstaklingurinn getur staðið frammi fyrir á lífsleiðinni og hlúa að verndandi þáttum með þátttöku sem flestra bæjarbúa.

Fjölmörg fyrirtæki og stofnanir taka virkan þátt í verkefninu með því að bjóða bæjarbúum upp á eitthvað heilsutengt þessa vikuna. Stefnt er að því að heilsu- og forvarnarvikan sé fjölbreytt, fræðandi og skemmtileg.

Meðal þess sem boðið verður upp á frítt í sund í Vatnaveröld föstudaginn 8. október og heilsufarsskoðun sem fer fram sama dag frá 12.00 – 17.00 í bókasafni Reykjanesbæjar að Tjarnargötu 12. . Allir að fylgjast með dagskrá og mæta á sem flesta viðburði.

Alla dagskránna og þau tilboð sem eru í boði má kynna sér með því að smella hér.

Skemmtilegt kynningarmyndband má sjá með því að smella hér