Nýjast á Local Suðurnes

Fjölsmiðjan stækkar Kompuna – Bjóða upp á meira úrval af stærri hlutum

Nytjamarkaðurinn Kompan gengur vel

Fjölsmiðjan á Suðurnesjum hefur opnað stærri verslun í húsnæði sínu við Iðavelli í Reykjanesbæ, en starfsmenn hafa unnið hörðum höndum að stækkun Kompunar, nytjamarkaðar Fjölsmiðjunnar undanfarin misseri. Með stækkun verslunarinnar getur Fjölsmiðjan nú boðið upp á mun meira úrval af stærri hlutum eins og heimilistækjum og rúmum.

Fjölsmiðjan er atvinnutengt úrræði fyrir ungt fólk á krossgötum á aldrinum 16-24 ára sem hefur flosnað upp úr námi eða vinnu. Fjölsmiðjan er vinnusetur og felst starfsemi hennar einkum í rekstri nytjamarkaðar, bílaþrifum og bóni, faglegri verkþjálfun og ýmiss konar þjónustu.

Fjölsmiðjan er samstarfsverkefni Vinnumálastofnunar, Rauða kross Íslands og sveitarfélaganna á Suðurnesjum og var stofnuð árið 2010. Rauði krossinn á Suðurnesjum hefur verið öflugur bakhjarl Fjölsmiðjunnar og gerðu félögin meðal annars með sér styrktarsamning undir lok síðasta árs, þar sem Rauði krossinn styrkir Fjölsmiðjuna um 2 milljónir króna á næstu þremur árum.

fjolsm breytingar

fjolsm breytingar2