Nýjast á Local Suðurnes

Öll hópkennsla fellur niður í tónlistarskólanum

Eftir stranga fundarsetu um helgina hefur komið tilskipum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga að öll hópkennsla falli niður í Tónlistarskólum/Skólahljómsveitum landsins meðan samkomubann er í gildi. Þetta þýðir að hljómsveita- og hópæfingar og tónfræðitímar falla niður í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Þetta á einnig við um alla tónleika sem voru á dagsskrá hjá skólans.

Varðandi einkakennslu (hljóðfæra- og söngtímar) þá mega þeir eingöngu fara fram í Tónlistarskólanum í Hljómahöll.

Kennarar skólans hafa ekki heimild til þess að kenna einkatíma í grunnskólum bæjarins og fara næstu dagar í það að endurskipuleggja stundaskrá allra þegar fyrirkomulag grunnskólanna liggur fyrir. Kennarar munu vera í góðu sambandi við sína nemendur og forráðamenn, segir í tilkynningu á Facebook-síðu skólans.