Nýjast á Local Suðurnes

Vilja fá sem flesta í Bláa lónið – Gefa veglegan afslátt!

Bláa lónið hvetur fólk til að ferðast innanlands í sumar og þar á bæ leggja menm sitt af mörkum svo sem flestir geti heimsótt lónið.

Þannig mun fyrirtækið gefa öllum einstaklingum, 14 ára og eldri, 5.000 kr. inneign upp í Premium aðgang Bláa Lónsins. Frítt er fyrir börn 13 ára og yngri.

Premium er einn veglegasti aðgangur Bláa Lónsins, samkvæmt heimasíðu fyrirtækisins, en mögulegt er að fá slíkan aðgang á 8.990 kronur, en sé sumargjöfin nýtt fer verðið í 3.990 krónur.

  • Aðgangur í Bláa Lónið
  • Kísil- og þörungamaski ásamt hraunskrúbb á Maskabar
  • Afnot af handklæði, baðsloppi og inniskóm
  • Drykkur að eigin vali á Lónsbar
  • Drykkur með borðapöntun á veitingastaðnum Lava

Hver sumargjöf gildir aðeins fyrir einn (auk tveggja barna undir 13 ára).  Til að sækja göfina, skráir þú þig í Vinaklúbb Bláa Lónsins.

Einstaklingar eldri en 18 ára mega hafa tvö börn með sér. Frítt er fyrir 13 ára og yngri en öll börn undir 15 ára þurfa að vera í fylgd með fullorðnum. Aldurstakmark í Bláa Lónið er 2 ára.