Nýjast á Local Suðurnes

Dýr hraðakstur ferðamanns

Lögreglan á Suðurnesjum hefur á undanförnum dögum kært á annan tug ökumanna fyrir of hraðan akstur í umdæminu.

Sá sem hraðast ók mældist á 150 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Um var að ræða erlendan ferðamann sem þurfti að greiða 157.500 krónur í sekt.