Nýjast á Local Suðurnes

Mikilvægt að gúmmíkurli verði skipt út við Akurskóla

Íþrótta- og tómstundaráð Reykjanesbæjar tekur undir mikilvægi þess að skipt verði um gúmmíkurl á gervigrasvelli  við Akurskóla, enda hefur verið samþykkt á alþingi þingsályktunartillaga um bann við notkun gúmmíkurls úr dekkjum á leik- og íþróttavöllum.

Erindi frá Íþrótta- og tómstundafulltrúa vegna þessa var tekið fyrir á fundi ráðsins á dögunum og kom fram að verkefnið sé ekki á fjárhagsáætlun ÍT-ráðs á þessu ári og var málinu því vísað til bæjarráðs til afgreiðslu, sem tók málið fyrir og samþykkti á fundi sínum á fimmtudag. Það má því gera ráð fyrir að kurlinu verði skipt út á næstunni.