sudurnes.net
Mikilvægt að gúmmíkurli verði skipt út við Akurskóla - Local Sudurnes
Íþrótta- og tómstundaráð Reykjanesbæjar tekur undir mikilvægi þess að skipt verði um gúmmíkurl á gervigrasvelli við Akurskóla, enda hefur verið samþykkt á alþingi þingsályktunartillaga um bann við notkun gúmmíkurls úr dekkjum á leik- og íþróttavöllum. Erindi frá Íþrótta- og tómstundafulltrúa vegna þessa var tekið fyrir á fundi ráðsins á dögunum og kom fram að verkefnið sé ekki á fjárhagsáætlun ÍT-ráðs á þessu ári og var málinu því vísað til bæjarráðs til afgreiðslu, sem tók málið fyrir og samþykkti á fundi sínum á fimmtudag. Það má því gera ráð fyrir að kurlinu verði skipt út á næstunni. Meira frá SuðurnesjumVankaður og skorinn á höndum eftir bílveltuBoxkvöld í Keflavík – Blóð, sviti og tár í gömlu sundhöllinni – Myndband!Vinabæjarjólatré brotnaði í tvenntÞór og Týr lögðust við bryggju í Keflavík – Myndir!Gróðursett til heiðurs Vigdísi FinnbogadótturRausnarleg gjöf Íslandsbanka til ReykjanesbæjarSamherji í ólgusjó með öfluga starfsemi á SuðurnesjumBirkidalur tólfta gatan í Reykjanesbæ sem kemur upp nágrannavörsluTónlistarhátíðin Keflavíkurnætur seinna á ferðinni í árVilja bæta 44 herbergjum á sex hæðum við Hótel Keili