Nýjast á Local Suðurnes

Líkur á fullbúinni Ljósanæturhátíð

Ljósanótt 2019 / Mynd: Reykjanesbær

Stefnt er að því Ljósanæturhátiðin í ár verði haldin með hefðbundnum hætti í ár. Til þess að það gangi eftir verða bólusetningaráætlanir þó að ganga eftir.

Þetta kom fram á fundi menningar- og atvinnumálaráðs Reykjanesbæjar sem haldinn var á dögunum. Á fundinum kom einnig fram að ljóst sé að til að það geti gengið eftir þarf á áframhaldandi stuðningi frá styrktaraðilum að halda. Ráðið hvetur alla, einstaklinga, félög og fyrirtæki til að styðja við hátíðina eftir fremsta megni.