Nýjast á Local Suðurnes

Frítt fótboltanámskeið fyrir börn

Reykjanesbær og Knattspyrnudeild Keflavíkur bjóða upp á 5 vikna fótboltanámskeið fyrir börn á aldrinum 6 til 12 ára á Ásbrú. Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu.

Á námskeiðinu verður lögð áhersla á að hafa gaman og að kynnast íþróttinni betur í gegnum skemmtilegar fótboltaæfingar, segir í tilkynningu á Facebook-síðu Reykjanesbæjar.

Æfingarnar fara fram á Ásbrúarvellinum (Flugvallabraut, á gatnamótunum hjá Sporthúsinu og Keili) og verða á Þriðjudögum og Fimmtudögum klukkan 13:00.Námskeiðið hefst Þriðjudaginn 29. júní og endar fimmtudaginn 29. júlí.

Allir eru velkomnir og eru nýir iðkendur og börn af erlendum uppruna sérstaklega hvattir til að mæta.

Nánari upplýsingar veitir:
Þröstur Ingi Smárason
E-mail: trostut1999@outlook.com
Sími: +354 861 0252