Nýjast á Local Suðurnes

Sjö smit á Suðurnesjum í gær

Sjö bættust í hóp Covid-smitaðra á Suðurnesjum í gær. Það eru því 27 einstaklingar í einangrun á svæðinu.

Þetta má sjá á vef landlæknis og Almannavarna, covid.is, en þar kemur einnig fram að 187 einstaklingar séu nú í sóttkví á Suðurnesjum, en langflestir af þeim eru grunnskólanemar úr 1. og 2. bekkjum Heiðarskóla eða um 100, sem voru sendir í sóttkví eftir að starfsmaður skólans greindist með veiruna.