Nýjast á Local Suðurnes

Er lögreglan að standa sig? Þú getur sagt þitt álit!

Mynd: Lögreglan á Suðurnesjum

Lögreglan á Suðurnesjum er afar virk á samfélagsmiðlinum Facebook, en þar á bæ geta menn státað af afar góðri blöndu af stöðufærslum sem innihalda upplýsingar og húmor auk þess sem menn eru fljótir til svara á miðlinum.

Einn úr þeirra röðum er að vinna að verkefni um þessar mundir og vill gjarna fá viðbrögð frá notendum síðunnar um hvernig fólki finnst lögreglan standa sig á þessum vinsælasta samfélagsmiðli heims.

Taka má þátt í könnuninni með því að kíkja á Facebook-síðu embættisins hér.