Reyna að halda uppi ferðum á milli Reykjavíkur og Keflavíkur komi til verkfalls

Allt stefnir í að verkfall hópferða- og strætóbílstjóra hefjist þann 18. mars næstkomandi, en aðgerðirnar voru samþykktar af félagsmönnum Eflingar með miklum meirihluta.
Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, segir að reynt verði að sinna sem mestri þjónustu á þeim fáu bílstjórum fyrirtækisins sem eru utan Eflingar eða VR og að reynt verði að halda ferðum á milli Reykjavíkur og Reykjanesbæjar gangandi.
. „Við reynum að halda opinni línu milli Reykjavíkur og Keflavíkur,“ segir hann.