Nýjast á Local Suðurnes

Eftirlit lögreglu – Virða ekki reglur um sóttvarnir og fjöldatakmarkanir

Lögreglan á Suðurnesjum hefur undanfarna daga verið virk í eftirliti með sóttvörnum og hefur þannig meðal annars skoðað matvöruverslanir í umdæminu til að kanna hvort allt sé eins og mælst er til.

Í tilkynningu lögreglu á Facebook segir að því miður hafi sumar verslanir ekki verið með allt á hreinu varðandi sóttvarnir og fjöldatakmarkanir og var rætt við verslunarstjóra og starfsmenn á þeim stöðum. Þeim var gert að bæta úr sínum málum. Aðrir vor með allt upp á 10 eins og sagt er, segir í tilkynningunni.

Lögreglan mun halda þessu eftirliti áfram í vikunni og hvetur starfsfólk og viðskiptavini til að fara eftir þeim tilmælum sem eru í gildi í dag.