Nýjast á Local Suðurnes

Leigubílstjóri rukkaði á sjötta þúsund krónur fyrir far frá FLE að Hótel Keflavík

Kvittun frá leigubílstjóra, ók farþega frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar að Hótel Kefavík, hefur vakið mikla athygli á veraldarvefnum. Ferðin, sem alla jafna ætti að taka nokkrar mínútur og er um fjórir kílómetrar, tók hins vegar 16 mínútur, en eknir voru 10 kílómetrar með farþegann um hliðargötur Reykjanesbæjar.

Frá þessu var greint á Facebook, fyrr í dag, en færslunni hefur þegar verið deilt í hina ýmsu Facebook-hópa og þar lætur fólk skoðanir sínar ósapart í ljós á háttsemi umrædds bílstjóra.

Uppfært kl. 21:39 – Í samráði við þann einstakling sem deildi færslunni hefur henni verið eytt úr fréttinni. Umræður um málið má þó finna í hinum ýmsu Facebook-hópum þar sem færslunni var deilt s.s Reykjanesbær – Gerum góðan bæ betri og Bakand ferðaþjónustunnar.