Nýjast á Local Suðurnes

Góð summa í kassann frá ökumanni á fleygiferð

Ökumaður sem lög­regl­an á Suður­nesj­um hafði af­skipti af í vik­unni vegna hraðakst­urs mæld­ist á 149 km hraða þar sem há­marks­hraði er 90 km á klukku­stund. Hans bíður sekt að upp­hæð 210 þúsund krón­ur svo og svipt­ing öku­leyf­is í mánuð.

Nokkr­ir öku­menn til viðbót­ar voru kærðir fyr­ir hraðaakst­ur og fá­ein­ir voru staðnir að því að virða ekki stöðvun­ar­skyldu eða tala í síma án hand­frjáls búnaðar.