Nýjast á Local Suðurnes

Nýr aðili sér um flugafgreiðslu Play

Nýjasta viðbótin í lággjaldaflugi, Play, mun að öllum líkindum ekki notast við flugþjónustufyrirtækið Airport Associates, líkt og forveri þess, WOW air.

Þetta kemur fram í fjárfestakynningu fyrirtækisins sem Kjarninn hefur undir höndum og birtir upplýsingar úr í nokkrum greinum í dag.

Í umræddri kynningu kemur fram að fyrirtækið hafi þegar samið við nýjan aðila sem muni sjá um alla flug­afgreiðslu á Kefla­vík­ur­flug­velli „á áður óþekktum kjör­u­m.“ Ekki kemur fram í kynningunni hvort um nýjan aðila á þessum markaði sé að ræða.