Nýjast á Local Suðurnes

Sektaður um 210.000 krónur – Enginn afsláttur þrátt fyrir Svartan föstudag

Mynd: Lögreglan á Suðurnesjum

Nokkrir ökumenn hafa verið kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum það sem af er vikunni. Sá sem hraðast ók mældist á 143 km hraða á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 km. Hans bíður 210 þúsunda króna sekt og svipting ökuréttinda í einn mánuð.

Þá reyndist ökumaður, sem staðinn var að því að virða ekki stöðvunarskyldu, vera sviptur ökuréttindum.

Þrátt fyri að í dag sé “svartur föstudagur” sér lögregla ekki ástæðu til að taka þátt í æðinu og veita afslátt af sektum, eins og sjá má hér fyrir neðan.