Nýjast á Local Suðurnes

Kanna viðhorf bæjarbúa til Ljósanæturhátíðar – Reynt að auka þátttöku erlendra íbúa

Ljósanæturátíðin gekk vonum framar miðað við veðurspá, að mati Menningarráðs Reykjanesbæjar og mikill fjöldi gesta sótti viðburðina.

Í fundargerð ráðsins kemur fram að íbúar taki sífellt meiri þátt í viðburðahaldinu sem gerendur og láta veðrið ekki hafa áhrif á sig. Á næsta ári er 20 ára afmæli Ljósanætur og í tilefni þess leggur ráðið til að kannað verði meðal bæjarbúa viðhorf þeirra til hátíðarinnar. Einnig leggur ráðið til að meira verði lagt í hátíðina að því tilefni og skorar á fyrirtækin í bænum að koma sterk inn í fjáröflun næsta árs.

Reynt verður að auka þátttöku íbúa af erlendum uppruna. Ráðið ætlar sér í stefnumótun fyrir hátíðina. Ráðið notar svo tækifærið og þakkar öllum þeim sem stóðu að framkvæmd Ljósanætur í ár.