Nýjast á Local Suðurnes

Sara náði ekki í úrslitin á Heimsleikunum

Mynd: Instagram/Sara Sigmundsdottir

Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir var langt frá sínu besta á Heimsleikunum í Crossfit, sem nú fara fram. Sara náði þannig ekki að komast í fimm manna ofurúrslitin, en hún endaði í 21. sæti eftir að hafa verið á meðal neðstu keppenda nær alla keppnina.

Sara hafði fram að Heimsleikunum verið búin að eiga frábært tímabil, hú vann The Open annað árið í röð og náði öðru sætinu á Rogue Invitational mótinu. Þá var hún búin að vera mjög öflug á netmótum.