Nýjast á Local Suðurnes

Tólf smitaðir og 142 einstaklingar í sóttkví á Suðurnesjum

Kórónuveirusmituðum og einstaklingum í sóttkví fjölgar ört á Suðurnesjum líkt og annarstaðar á landinu, en samkvæmt nýjustu tölum á vef Embættis Landlæknis og Almannavarna, Covid.is, hafa tólf einstaklingar á Suðurnesjum greinst með smit og 142 eru í sóttkví. Í gær voru fimm smit greind á svæðinu og um 90 manns í sóttkví.

Alls eru 330 staðfest smit á landinu öllu, sem fyrr langflest á höfuðborgarsvæðinu. Rúmlega 3.700 einstaklingar sæta sóttkví á landinu öllu.