Nýjast á Local Suðurnes

Jóhann Friðrik: “Gefum ekkert meira eftir en aðrir”

Meirihlutaviðræður Samfylkingar, Framsóknarflokks og Beinnar leiðar í Reykjanesbæ eru enn í gangi og ganga vel að sögn Jóhanns Friðriks Friðrikssonar, oddvita Framsóknarflokks.

Flokkurinn lagði áherslu á málefni Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og kennara í kosningabaráttunni, en  Framsóknarflokkurinn vildi meðal annars tryggja kennurum eingreiðslur árlega gegn því að halda þeim við störf í allt að fjögur ár.

Aðspurður sagði Jóhann Friðrik að flokkar í samningaviðræðum yrðu að mætast á miðri leið og að Framsóknarflokkurinn væri ekki undanskilinn í þeim efnum.

“Samningaviðræður eru enn í gangi og allir verða að mætast á miðri leið svo hægt sé að mynda starfhæfan meirihluta. Við gefum ekkert meira eftir en aðrir flokkar í þeim efnum.” Sagði Jóhann Friðrik í spjalli við Suðurnes.net.