sudurnes.net
Jóhann Friðrik: "Gefum ekkert meira eftir en aðrir" - Local Sudurnes
Meirihlutaviðræður Samfylkingar, Framsóknarflokks og Beinnar leiðar í Reykjanesbæ eru enn í gangi og ganga vel að sögn Jóhanns Friðriks Friðrikssonar, oddvita Framsóknarflokks. Flokkurinn lagði áherslu á málefni Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og kennara í kosningabaráttunni, en Framsóknarflokkurinn vildi meðal annars tryggja kennurum eingreiðslur árlega gegn því að halda þeim við störf í allt að fjögur ár. Aðspurður sagði Jóhann Friðrik að flokkar í samningaviðræðum yrðu að mætast á miðri leið og að Framsóknarflokkurinn væri ekki undanskilinn í þeim efnum. “Samningaviðræður eru enn í gangi og allir verða að mætast á miðri leið svo hægt sé að mynda starfhæfan meirihluta. Við gefum ekkert meira eftir en aðrir flokkar í þeim efnum.” Sagði Jóhann Friðrik í spjalli við Suðurnes.net. Meira frá SuðurnesjumFramkvæmdir hafnar við gerð hjólastígs frá Reykjanesbæ að FLEKeilir býður ekki upp á tölvuleikjabraut í haust – “Kerfið svifaseint”Hópferðir Sævars taka við almenningssamgöngum í Reykjanesbæ – Áfram frítt í strætóAuka öryggisgæslu á Ásbrú vegna hælisleitenda – “Hefur ekkert með Reykjanesbæ að gera”Halla Tómasdóttir: “Ásbrú er frábært dæmi um hvernig við getum nýtt tækifærin”Húsasali kærður til lögregluHagstæð leið til að njóta þess sem Ísland hefur upp á að bjóðaRekinn daginn eftir að hann meiddist – “Allt fór til fjand­ans og það hratt.”Bláa lónið byggir [...]