Nýjast á Local Suðurnes

Ekki verður lokið við tvöföldun Reykjanesbrautar á næstu árum

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Ekki verður lokið við að tvöfalda Reykjanesbraut milli Hafnarfjarðar og Hvassahrauns né frá Fitjum að Flugstöð Leifs Eiríkssonar næstu tvö árin hið minnsta, samkvæmt samgönguáætlun 2015-2018 sem lögð hefur verið fram á Alþingi. Einu framkvæmdirnar við Reykjanesbraut samkvæmt áætluninni eru þær að byggð verða mislæg gatnamót á Reykjanesbraut við Krýsuvíkurveg í Hafnarfirði.

Vonir standa þó til þess að mögulegt verði að ljúka framkvæmdum við undirgöng fyrir gangandi vegfarendur með tengingu Ásbrúar við þjónustusvæði við Fitjar á þessu ári, en hugmyndir þess efnis voru kynntar fyrir Umhverfis- og skipulagsráði Reykjanesbæjar á fundi þess á dögunum.