sudurnes.net
Ekki verður lokið við tvöföldun Reykjanesbrautar á næstu árum - Local Sudurnes
Ekki verður lokið við að tvöfalda Reykjanesbraut milli Hafnarfjarðar og Hvassahrauns né frá Fitjum að Flugstöð Leifs Eiríkssonar næstu tvö árin hið minnsta, samkvæmt samgönguáætlun 2015-2018 sem lögð hefur verið fram á Alþingi. Einu framkvæmdirnar við Reykjanesbraut samkvæmt áætluninni eru þær að byggð verða mislæg gatnamót á Reykjanesbraut við Krýsuvíkurveg í Hafnarfirði. Vonir standa þó til þess að mögulegt verði að ljúka framkvæmdum við undirgöng fyrir gangandi vegfarendur með tengingu Ásbrúar við þjónustusvæði við Fitjar á þessu ári, en hugmyndir þess efnis voru kynntar fyrir Umhverfis- og skipulagsráði Reykjanesbæjar á fundi þess á dögunum. Meira frá SuðurnesjumFramkvæmdir við hringtorg á Reykjanesbraut hefjast á næstu dögumUmsækjendum um nám í Háskólabrú Keilis fjölgar mikið – Bjóða upp á nám á enskuOddný vill ekki aðkomu einkaaðila að flugvellinumKeflavíkurflugvöllur gæti tekið við 10 milljón farþegum á ári með betra skipulagiLjúka ritun sögu KeflavíkurFjöldi ferðamanna ríflega fjórfaldast á sex árumDelta eykur umsvif á Keflavíkurflugvelli – Hóf flug til Minneapolis í gærGanga til samninga við Ellert Skúlason um gerð göngustígs milli Garðs og SandgerðisBæjarstjórn fagnar niðurstöðu í kísilmverksmiðjumáliFlaggað í Suðurnesjabæ – Tvö ár frá sameiningu