Nýjast á Local Suðurnes

Keflvíkingar komnir í frí – Náðu sér aldrei á strik á Sauðárkróki

Keflvíkingar áttu afleitan dag í Síkinu á Sauðárkróki gegn Tindastólsmönnum í 8-liða úrslitum Dominos-deildarinnar í kvöld, útkoman 30 stiga tap, 98-68, Stólarnur unnu einvígið 3-1 og eru komnir í undanúrslit en Keflvíkingar eru komnir í frí.

Frábær byrjun Sauðkræklinga gegn afar slappri skotnýtingu lykilmanna Keflavíkur setti Suðurnesjaliðið í slæma stöðu strax í fyrsta leikhluta sem norðanmenn unnu með 19 stiga mun, 30-11. Ekki batnaði staðan í öðrum leikhluta en staðan í hálfleik var 50-28 og ljóst í hvað stefndi.

Eft­ir þriðja leik­hluta, sem var á svipuðum nótum og þeir tveir fyrstu var ljóst að Kefla­vík átti ekki möguleika gegn sterku liði Tindastóls. Það var því nánast formsatriði að klára fjórða leikhlutann áður en Keflvíkingar héldu í sumarfrí, það gerðu þeir þó með sóma og unnu leikhlutann með þremur stigum, lokatölur leiksins urðu 98-68 fyrir heimamenn.

Jerome Hill var stiga­hæst­ur í leikn­um með 27 stig fyr­ir Kefla­vík og Guðmundur Jónsson gerði 11.