Nýjast á Local Suðurnes

Bilun í staðsetningarbúnaði olli röskun á strætóferðum

Bilun í staðsetningarbúnaði olli því að strætó hefur verið á undan áætlun á Ásbrú undanfarnar vikur, en hluti barna á Ásbrú sækja grunnskóla á öðrum stöðum í Reykjanesbæ og hefur þessi röskun því valdið vandræðum í nokkrum tilfellum, þar sem börn hafa misst af bílnum.

Þetta kemur fram í umræðum á Facebook-síðu íbúa á Ásbrú, þar sem íbúar á svæðinu segja þetta hafa valdið vandræðum. Framkvæmdastjóri Hópferða Sævars, sem sér um rekstur almenningsamganga í Reykjanesbæ, greinir frá því að bilun í staðsetningarbúnaði tveggja bifreiða fyrirtækisins hafi valdið röskun á ferðum. Þá segir framkvæmdastjórinn að búnaðurinn hafi verið uppærður og að strætó ætti nú að ganga samkvæmt áætlun.