Nýjast á Local Suðurnes

Tæplega 100 Ísfirðingar á leið á Nettómót – Um 20 lið afboðað komu

Um 20 lið af þeim 276 sem skráð voru til leiks á Nettómótið hafa afboðaði komu sína.  Þetta staðfesti Jón Ben einn af skipuleggjendum mótsins við Vísi.is.

Jón segir að farið sé eftir þeim ráðleggingum sem hafa verið gefnar út og telur að það sé engin ástæða til að fresta mótinu.

Körfuknattleiksdeild Vestra greindi frá því í morgun að ríflega þrjátíu iðkendur á þeirra vegum væru á leið á mótið og er mikil eftirvænting í hópnum sem alls telur tæplega hundrað manns þegar þjálfarar og foreldrar eru taldir með.