Nýjast á Local Suðurnes

Björgunarsveitaræfing með þyrlu í Grindavík í kvöld

Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík og þyrlusveit Landhelgisgæslunnar munu halda æfingu í nágrenni Grindavíkur í kvöld. Björgunarsveitin bendir Grindvíkingum á að hafa ekki áhyggjur þótt hávaði fylgi æfingunni. Þetta kemur fram í Facebook-færslu frá sveitinni.

Þá segja björgunarsveitarmenn að tímasetningin sé kannski pínu óheppileg en á sama tíma er afar mikilvægt að æfa sig og viðhalda þekkingu björgunarsveitarmanna, segir einnig í færslunni, en mikið hefur verið um jarðhræringar og landris í nágrenni við Grindavík.

Í færslu Þorbjarnar kemur einnig fram að æfingin hafi verið skipulögð með dágóðum fyrirvara, en ákvörðun hafi nú verið tekin um að fresta henni ekki þrátt fyrir jarðhræringar á svæðinu og ítreka að aðeins sé um æfingu að ræða og engin hætta á ferðum þó svo það gæti heyrst í þyrlu.