Nýjast á Local Suðurnes

Brynjar Atli æfir með Sheffield United

Brynjar Atli Bragason, 16 ára markvörður Njrðvíkinga í knattspyrnu er staddur í Englandi þessa dagana en hann verður þar til  20. nóvember við æfingar hjá Sheffield United. Auk þess að æfa með liðinu mun Brynjar skoða aðstæður ásamt því keppa með U18 liði þeirra. Þá mun Brynjar taka þátt í markmannsæfingum með U18/U23

Brynjar Atli sem fæddur er árið 2000 varð fimmti yngsti leikmaður Njarðvíkur á Íslandsmóti þegar hann stóð vaktina í markinu í sigurleik gegn Vestra í september síðastliðnum.

Rafn Markús Vilbergsson þjálfari meistaraflokks Njarðvíkur er með Brynjari í för og mun nota tækifærið og kynna sér þjálfunaraðferðir og uppbyggingu klúbbsins.