Brynjar Atli æfir með Bolton Wanderers
Brynjar Atli Bragason, 17 ára gamall markvörður Njarðvíkinga í knattspyrnu er staddur á Englandi þessa dagana, en þar er hann við æfingar hjá knattspyrnufélaginu Bolton Wanderers.
Brynjar Atli mun æfa hjá félaginu næstu dagana auk þess að skoða aðstæður. Liðið leikur um þessar mundir í ensku Championship-deildinni, eða næst efstu deild þar í landi.
Markvörðurinn ungi hefur verið fastamaður í yngri landsliðum Íslands, auk þess sem hann er einn yngsti leikmaðurinn sem hefur leikið með meistaraflokksliði Njarðvíkur í deildarkeppni.