Nýjast á Local Suðurnes

Reykjanesbær hafnaði tilboðum í tvær fasteignir

Bæjarráð Reykjanesbæjar hafnaði kauptilboðum í tvær fasteignir sveitarfélagsins á fundi sínum í dag. Tilboð bárust í fasteignirnar Seylubraut 1, í Njarðvík og Vatnsnesveg 8 í Keflavík.

Ekki kemur fram í fundargerðum bæjarráðs hversu há tilboðin í fasteignirnar voru, né frá hverjum tilboðin bárust, en Reykjanesbær hafði áður samþykkt 340 milljóna króna tilboð í Seylubraut 1, en tilboðsgjafi féll síðar frá því tilboði.