Nýjast á Local Suðurnes

Keflavík og Njarðvík fá styrki til að kaupa tíma á sparkvelli

Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti á fundi sínum í dag að styrkja knattspyrnudeild Keflavíkur um kr. 1.000.000,- og knattspyrnudeild UMFN um kr. 500.000,- vegna kaupa á æfingatíma í fótboltasal í Sporthúsinu á Ásbrú.

Á fundi Íþrótta- og tómstundaráðs á dögunum kom fram að Reykjaneshöll væri fullnýtt á besta tíma. Um helgar væri þó mögulegt að bæta við æfingum, en þá á kostnað mótahalds.