Breytingar á ástandi öryggismála í Evrópu kalla á aukna viðveru Bandaríkjahers
Varnarsamstarf Íslands og Bandaríkjanna var staðfest í gær með undirritun yfirlýsingar utanríkisráðherra og varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna. Er yfirlýsingin tilkomin vegna breytingar á ástandi öryggismála í Evrópu og á Norður-Atlantshafi á síðustu árum.
Í Yfirlýsingunni kemur meðal annars fram að um áframhaldandi stuðning Bandaríkjanna við loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins hér á landi sé að ræða, auk þess sem tímabundin viðvera kafbátarleitarvéla er staðfest, að því er fram kemur í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu.
Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur þegar tekið frá fjármuni vegna breytinga á flugskýlum á Keflavíkurflugvelli, en það er gert vegna komu P-8 flugvéla til landsins. Um er að ræða allt að 2,7 milljörðum króna. Þar af er gert er ráð fyrir að um 650 milljónir króna fari í að koma upp nauðsynlegri hreinsiaðstöðu og um 200 milljónir í skipulags- og hönnunarvinnu.