Nýjast á Local Suðurnes

Breytingar á ástandi öryggismála í Evrópu kalla á aukna viðveru Bandaríkjahers

Varn­ar­sam­starf Íslands og Banda­ríkj­anna var staðfest í gær með undirritun yfirlýsingar utanríkisráðherra og varn­ar­málaráðuneyt­is Banda­ríkj­anna. Er yf­ir­lýs­ing­in til­kom­in vegna breyt­ing­ar á ástandi ör­ygg­is­mála í Evr­ópu og á Norður-Atlants­hafi á síðustu árum.

Í Yf­ir­lýs­ing­unni kemur meðal ann­ars fram að um áfram­hald­andi stuðning Banda­ríkj­anna við loft­rým­is­gæslu Atlants­hafs­banda­lags­ins hér á landi sé að ræða, auk þess sem tíma­bundin viðvera kaf­bát­ar­leit­ar­véla er staðfest, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu frá ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu.

Varn­ar­málaráðuneyti Banda­ríkj­anna hefur þegar tekið frá fjármuni vegna breytinga á flugskýlum á Keflavíkurflugvelli, en það er gert vegna komu P-8 flugvéla til landsins. Um er að ræða allt að 2,7 milljörðum króna. Þar af er gert er ráð fyr­ir að um 650 millj­ón­ir króna fari í að koma upp nauðsyn­legri hreinsiaðstöðu og um 200 millj­ónir í skipu­lags- og hönn­un­ar­vinnu.