Nýjast á Local Suðurnes

Reisa mastur og leggja strengi þar sem líklegt er að hraun renni

Landsnet í samstarfi við Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Verkís Verkfræðistofa og Veðurstofu Íslands hafa sett af stað verkefni sem sem sýna á hvernig hraunrennsli fer með möstur og jarðstrengi.

Þannig verður mastur reist á stað þar sem líklegt er að hraun renni yfir. Einnig verða hitamælar settir í jörðu til að kanna áhrif hitans á jarðstrengi, segir í tilkynningu frá félaginu.