Nýjast á Local Suðurnes

Byrjað á framkvæmdum við heitavatnslögn

Vinna er hafin við að koma heitavatnslögn sem liggur frá Svartsengi til Njarðvíkur neðanjarðar. Þetta er gert til að tryggja Suðurnesjamönnum heitt vatn, renni hraun að gömlu Njarðvíkuræðinni.

Njarðvíkuræð er sérstaklega mikilvæg heitavatnslögn, heitt vatn frá orkuverinu í Svartsengi rennur um hana til heimila og fyrirtækja á Suðurnesjum.

Það er RÚV sem greinir frá þessu og í fréttaskýringu segir að hátt í 30 þúsund manns treysti á heitt vatn úr þessri lögn, en lögnin liggur að hluta ofanjarðar á stöplum og fer að hluta um lægð í landslaginu, þar sem óttast er að hraun gæti runnið að henni og eyðilagt hana.

Í fréttatilkynningu RÚV segir einnig að verkið sé umfangsmikið og taki einhvern tíma.

Mynd: Facebook / Ellert Skúlason hf.