Nýjast á Local Suðurnes

Air Berlin býður upp á flug á milli Düs­seldorf og Keflvíkur allt árið um kring

For­vars­menn þýska flug­fé­lags­ins Air Berl­in hafa ákveðið að fljúga til Íslands allt árið um kring frá Düs­seldorf. Hingað til hef­ur aðeins verið hægt að fljúga til þýsku borg­ar­inn­ar yfir sum­ar­mánuðina.

Greint er frá þessu á vefn­um Túristi.is. Flug­fé­lagið, sem er það næst­stærsta í Þýskalandi, hef­ur boðið upp á sum­ar­ferðir til lands­ins síðustu ell­efu ár, auk þess sem félagið bauð upp á flug til Berlínar síðastliðinn vetur.

Í frétt­inni seg­ir að sala á ferðum Air Berl­in á milli Kefla­vík­ur­flug­vall­ar og Düs­seldorf í vet­ur hafi farið mjög vel af stað og út­litið því gott fyr­ir þessa nýju heils­árs­flug­leið fé­lags­ins á Íslandi. Líkt og í Berlín­ar­flugi Air Berl­in verður flogið tvisvar í viku hingað til lands frá Düs­seldorf, alla fimmtu­daga og sunnu­daga.