Strætó áfram í höndum Bus4U

Hópferða fyrirtækið Bus4U mun sjá um almenningssamgöngur í Reykjanesbæ næstu tvö árin, en fyrirtækið hefur séð um reksturinn síðan 2017.
Bæjarráð samþykkti að framlengja samning við Bus4U til tveggja ár á fundi sínum í dag og var Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra falið að undirrita samninginn.