Nýjast á Local Suðurnes

Njarðvík á toppinn eftir sigur á Magna

Njarðvíkingar skelltu sér á topp annarar deildarinnar í knattspyrnu, eftir góðan 0-1 sigur á Magna á Grenivík í dag. Theodór Guðni Halldórsson skoraði mark Njarðvíkinga á 11. mínútu leiksins.

Njarðvíkingar voru mun sterkari aðilinn í leiknum, áttu mun hættulegri sóknarlotur og hefðu getað bætt við mörkum.

Næsti leikur er á sunnudaginn eftir rúma viku þegar Höttur kemur í heimsókn á Njarðtaksvöllinn.