Nýjast á Local Suðurnes

Bruni í Færeyjum: Suðurnesjafólk þurfti að yfirgefa híbýli sín – Myndband!

Eldur kom upp í fiskverksmiðju í bænum Tvøroyri á Færeyjum í gær og þurfti fólk í bænum að yfirgefa hús sín í nágrenni verksmiðjunnar vegna þess að ammoník var í verksmiðjunni og afar hættulegt var talið fyrir fólk að anda að sér reyknum.

Nokkrir Suðurnesjamenn voru á svæðinu þegar eldurinn kom upp og þurftu að yfirgefa híbýli sín, líkt og aðrir bæjarbúar. Meðfylgjandi myndband og ljósmyndir sýna verksmiðjuna standa í ljósum logum, en erfiðlega gekk að ráða við eldinn þar til danskt varðskip kom á svæðið.